7 leiðir til að bæta andlega heilsu þína

Alzheimer er einn algengasti heilabilunarsjúkdómurinn og er sjötta algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum. Alzheimers flokkast til minnissjúkdóma. Minnissjúkdómar eru samheiti ýmissa sjúkdóma í heila, sem valda skertu minni og versnandi vitrænni getu.

Það er ýmislegt hægt að gera til draga úr líkum á því að maður fái Alzheimer og andlega sjúkdóma, en kona að nafni Dorothy skrifaði þessi 7 ráð hér fyrir neðan. Hún missti pabba sinn úr Alzheimer og leitaði sér upplýsinga til að draga úr líkum á því að hún hlyti sömu örlög og pabbi hennar.

1. Nægilegur svefn

Þó almennt sé talið að fólk þurfi að sofa 8 tíma eru margir sem komast af með 7 tíma svefn. Góður svefn hjálpar heilanum þínum að vinna úr upplýsingum og tilfinningum sem hann vinnur ekki úr í vöku. Svefninn hjálpar til við að stoppa eiturefnauppbyggingu í heilanum og endurvekja skynfærin. Til þess að fá sem mest út úr svefninum er best að hafa svefninn í rútínu, vakna á sama tíma og vakna á sama tíma. Einnig um helgar. Forðastu að nota raftæki 30 mínútum fyrir svefn og einnig að drekka kaffi eftir 17 á daginn. Gerðu eitthvað afslappandi fyrir svefninn. Drekktu t.d. te, lestu góða bók eða hlustaðu á tónlist.

2. Stundaðu hreyfingu

Stundaðu líkamsrækt, helst utandyra, til þess að fá gott og endurnærandi súrefni í leiðinni. Æfingar koma súrefni upp í heila og endurnýja blóðflæðið upp í heilann, sem dregur úr kvíða og stressi. Það sem skiptir máli þegar kemur að hreyfingu er að finna eitthvað sem þú hefur ánægju af, en einnig að stunda hreyfinguna markvisst og gefa þér tíma í hana.

3. Meðvitaður fókus

Gerðu hluti sem krefjast einbeitingar. Til dæmis er gott að lesa, skrifa, læra nýja hluti, eiga inninhaldsrík samtöl, hlusta á fyrirlestra og fara á námskeið eða annað slíkt.

4. Hugleiðsla

Minnkaðu stress og kvíða með því að hugleiða. Þú getur gert það á tvenna vegu; með því að einbeita þér algjörlega að umhverfinu, horfðu á tré eða blóm og vertu meðvituð/aður um umhverfið. Önnur leið er að taka djúpa andardrætti, hugsa inn á við og einbeita þér að því að anda inn og út. Hugsa með hverjum andardrætti „ég er að anda inn og ég er að anda út“.

5. Heilsusamlegt mataræði

Matur er í raun og veru „eldsneytið“ fyrir líkama þinn. Ef þú ert með lélegt mataræði, hefur það neikvæð áhrif á líkama þinn og þar með talið heila þinn. Borðaðu hollan mat með vítamínum og steinefnum og takmarkaðu neyslu á sykri, unninni matvöru og mat með allskonar aukaefnum.

6. Meðvituð hvíld

Til að þú starfir betur í vikunni, er gott að taka einn dag í vikunni í að gera ekki neitt. Notaðu þann dag í að gera eitthvað sem þér finnst gaman, án þess að vinna nokkuð.

7. Vertu skapandi

Virkjaðu þann hluta heila þíns sem er skapandi. Ef þú gerir það eykur þú getu þína til að leysa vandamál, minnkar stress og bætir skap þitt, á sama tíma og þú eykur meðvitund þína. Dæmi um skapandi störf eru að vinna í garðinu, baka, elda, teikna, mála, ljósmynda og að lita.

Heimildir: Medicaldaily.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here