Á mánudaginn næstkomandi verður sýndur þáttur spjallþáttadrottningarinnar Ellen þar sem leikkonan Lindsay Lohan kemur í viðtal. Viðtalið er þó þegar komið í heild sinni á Youtube.
Fyrr í þessum mánuði hóf göngu sína heimildaþáttaröð á sjónvarpsstöð Opruh Winfrey. Þættirnir fjalla um líf Lindsay Lohan eftir enn eina meðferðina þar sem Oprah reynir að leggja leikkonunni línurnar.
Ellen Degeneres slær á létta strengi í þættinum og gerir meðal annars grín af stuttum söngferli Lindsay og umtöluðum lista af karlmönnum sem Lindsay á að hafa sængað hjá.

Breska fréttimiðillinn Mirror greindi frá því fyrr í vikunni að móðir Kim Kardashian, Kris Jenner, hefði hug á að afklæðast fyrir ameríska tímaritið Playboy. Kris sem er 58 ára þykir vera í sínu besta formi og þegar slúðursíðan E! spurðist fyrir hjá Playboy var fátt um svör. Því telja fréttamenn á E! að engar líkur séu á því að Kris fari að sitja fyrir í Playboy þar sem hún var ekki alveg sátt með það þegar dóttir hennar sat fyrir í blaðinu.

kris-jenner-bikini-1-e1389203927975-2

SHARE