Emma Watson var glæsileg á rauða dreglinum – Myndir

Kvikmyndin Noah sem var að mestu leyti tekin upp hér á landi var frumsýnd víða um heim í líðandi viku. Leikarar úr myndinni mættu á rauða dregilinn fyrir frumsýningu myndarinnar meðal annars í Madríd á Spáni og í Berlín í Þýskalandi. Klæðnaður leikkonunnar Emmu Watson á rauða dreglinum í Madríd hefur hlotið mikið lof tískuunnenda en hún klæddist samfesting frá J. Mendel sem þótti klassískur en á sama tíma kynþokkafullur. Mótleikkona Emmu, Jennifer Connely klæddist kjól frá Giambattista Valli og þótti hún einnig einkar glæsileg.

Það kemur í ljós eftir helgina hvaða dóma Noah fær en myndin hefur nú þegar verið bönnuð í nokkrum Miðausturlöndum.

SHARE