Enginn vill kaupa húsið hennar Celine Dion

Söngkonan Celine Dion hefur ákveðið að lækka verðið á húsinu sínu sem er til sölu um 30 milljónir Bandaríkjadala en það eru rúmlega 3,9 milljarðar íslenskra króna.

Sjá einnig: Missti eiginmann sinn og bróður í sömu vikunni

Húsið er réttara sagt fasteignin, sem er staðsett á Júpíter eyjunni í Flórída, og hefur verið á sölu síðan árið 2013. Celina og eiginmaðurinn hennar René ákváðu að selja eignina stuttu eftir að René greindist með krabbamein.

Sjá einnig: Céline Dion tileinkar dauðvona eiginmanni sínum lag á tónleikunum sínum

Eftir að René lést hefur Celine sett ennþá meiri pressu á að selja fasteignina en hún vill einungis búa í Las Vegas.

Aðalhúsið sjálft er um 900 fermetrar en á landinu eru einnig tvö, fjögurra herbergja gestahús og sundlaugahús.


31D4275D00000578-0-image-a-20_1457043699327

31D4276500000578-0-image-a-18_1457043690138

31D4276100000578-0-image-a-19_1457043693878

31D3E1FD00000578-0-image-a-17_1457043655762

31D4256900000578-0-image-a-24_1457043732168

 

SHARE