Selena Gomez (23) er við það að gefast upp á að leita að ástinni því hún á erfitt með að hleypa mönnum að sér. Öll þessi ár sem hafa farið í að vera í „haltu mér slepptu mér“ sambandi við Justin Bieber hafa tekið sinn toll af stúlkunni. HollywoodLife segir að Selena sé á þeirri skoðun núna að sönn ást sé bara ekki fyrir hana.
„Selena er á þeirri skoðun að hún muni alltaf eiga erfitt með að vera í sambandi. Hún hefur grínast mikið með það við vini sína að hún ætli að vera ein að eilífu en vinir hennar segja að hún sé að meina þetta,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.
„Hún er mikið á móti því að hitta aðra menn og vill ekki að hún sé send á blint stefnumót því það séu engar líkur á því að sambandið gangi upp af ótalmörgum ástæðum. Selena heldur sér við efnið og vinnur mikið í tónlistinni og notar það sem afsökun fyrir því að vera ekki að deita,“ segir þessi heimildarmaður.