Er hollt fyrir okkur að rífast?

Hvers vegna getur það verið gott fyrir okkur að rífast eða þræta í samböndunum okkar? Við viljum öll vera í hamingjusömu sambandi með fólki sem okkur þykir vænt um eða elskum en svo virðist sem við höfum blindast aðeins í tilbúinni trú um það hvernig sambönd eiga að vera og það að rífast sé alltaf með neikvæðri merkingu. Við eigum það til að forðast rifrildi og segjum við okkur sjálf að það væri best að losa sig úr sambandinu ef það koma upp rifrildi. Sambönd sem eru eins og í ævintýri endast ekki alltaf vel en það að vera skýr, heiðarlegur, vera opin og varnarlaus í samböndum er mjög mikilvægt af báðum aðilunum ef vel á að ganga. Hér eru nokkur atriði sem geta sagt þér hvers vegna:
images (11)

Sjá einnig: Kynlíf og sambandsslit: Sannleikurinn svíður oft

Þú getur áttað þig betur á því hvaðan þið bæði eru að koma og skilið hvort annað betur: Vissulega er þetta hægt án þess að rífast, en stundum þarf nokkrar mínútur af tárum og hækkuðum rómi til að fá sannar tilfinningar upp á yfirborðið svo hægt sé að tala um það. Við vitum vanalega hvernig okkur líður en 90% meðvitundar okkar á sér stað í undirmeðvitundinni. Við þurfum að leyfa tilfinningunum að flæða úr undirmeðvitundinni án þess að reyna að koma í veg fyrir það. Ef þú hefur hug á því að hafa samband þitt skýrt og hamingjusamt, gæti verið að tár og særindi séu nauðsynlegar til að komast á betri stað í sambandinu.

Rifrildi getur losað um spennu í sambandinu: Hvað gerist ef þú hristir flösku af gosi of oft? Annað hvort springur tappinn af og allt flæðir út um allt eða gosið eyðileggst og þú verður að henda flöskunni út. Málið er að ef það er tekið almennilega á málunum, nærðu að hreinsa loftið á heilbrigðan hátt. Í stað þess að halda framhjá maka þínum, fara frá þeim með fyrirlitningu, eða detta í það að finnast þú vera einskis virðu, getur verið að þú þurfir að sýna smá sjálfsvirðingu og tjá þig almennilega, svo skilaboðin  komast á réttan stað. Vandamálin geta komið upp þegar við reynum að halda friðinn og segja ekki neitt, heldur en að segja hvað okkur finnst og hvernig okkur líður. Þegar við þegjum yfir líðan okkar og  skoðunum, getur það valdið pirringi, kala og gremju gegn hinum aðilanum. Útskýrðu hvað þú meinar á þá vegu sem manneskjan sem þú ert með skilur og ef sá hinn sami elskar þig, mun hann heyra hvað þú hefur að segja.

 

images (12)

Sjá einnig: 7 ástæður fyrir því að tæknin eyðileggur sambandið þitt

Rifrildi getur gert það að verkum að við hlustum meira á tilfinningar okkar og maka í framtíðinni: Því meira sem tekist er á við tilfinningarnar í byrjun, því minna gætu þið þurft að rífast í framtíðinni og þú munt vita af mikilvægi þess að eiga góð samskipti, áður en allt springur í háa loft.  Það er mikilvægt að geta staðið fyrir framan maka sinn og geta tjáð sig fyllilega án þess að það verði neikvæðar afleiðingar. Þú munt koma til með að geta skilið maka þinn og sjálfa/n þig betur.

Ef þú ert pirruð eða reið við maka þinn, ekki láta það krauma undir niðri í lengri tíma, láttu það frekar gossa, þó að því fylgi tár og hækkaður rómur. Tjáðu þig eins og þér virkilega líður og ef þú elskar manneskjuna það mikið, ætti hún að elska þig nógu mikið til að heyra hvað þú hefur að segja.

Stundum er það svo að maki þinn hefur sjálfur úr óleystum vanda að vinna úr. Það er þess vegna sem rifrildið á sér í raun stað. Tvær manneskjur sem hafa báðar bagga að bera, þurfa að henda þeim sín á milli, svo að andrúmsloftið gæti orðið hreint aftur og báðir aðilar skilja hvort annað. Það eru ekki mörg hamingjusöm pör sem rífast eða þræta aldrei, en ef vel á að vera, verða báðir einstaklingar að skilja hvort annað. Það er tækifæri á að betrum bæta sig.

Heimildir: Spirit Sience

SHARE