Er minnsta kona í heiminum

Youtube stjarnan Ruhi Cenet setti nýlega inn myndband þar sem hann heimsækir minnstu konu í heimi, Jyoti Amge frá Nagpur á Indlandi. Hún er aðeins 62,8 cm á hæð. Líkamsstærð hennar hefur verið nánast óbreytt frá 3 ára aldri en hún er 28 ára í dag.

Jyoti er með erfðasjúkdóm sem kallast „frumdvergvöxtur“. Læknar segja að hún hafi erft stökkbreytt gen frá foreldrum sínum.

Hún hefur leikið í nokkrum Bollywood kvikmyndum. Árið 2009 var hún í aðalhlutverki í myndinni Body Shock: Two Foot Tall Teen og var sömuleiðis gestaþátttakandi Bigg Boss 6, (vinsæll indverskur sjónvarpsþáttur.) Árið 2012 var hún hjá Canale 5 (ítölskri stöð), með Teo Mammucari sem meðstjórnanda í þættinum Lo show dei en árið 2014 fékk hún sitt stærsta hlutverk í bandarísku hryllingsmyndinni Freak Show þar sem hún lék í hlutverki „Ma petite“.

Hægt er að fylgjast með þessar yndislegu og brosmildu konu á Instagram-síðu hennar.

Sjá einnig:

SHARE