Ertu kona sem borðar hollt og lifir heilbrigðu lífi en ert samt að upplifa þreytutímabil?

Það gæti verið vegna næringaskorts eða sökum þess að þig vantar d-vítamín, joð, kalsíum eða járn úr fæðunni.

Verður þú auðveldlega þreytt, kvefuð eða færð oft hálsbólgu?

Ef svo ættir þú að íhuga að fara til læknis og biðja um að hann athugi D-vítamín, kalsíum og járn status í blóði.

Skortur á þessum þremur efnum í líkamanum geta valdið ofantöldu:

D-vítamín

D-vítamín er eitt mikilvægasta næringarefni líkamans þarfnast. Samkvæmt Office of Dietary, þurfa konur undir 70 ára 600 alþjóðlegar einingar (IU) af D-vítamín á hverjum degi.

Þrátt fyrir að 15 – 30 mínútur af sól geti fullnægt D-vítamínþörf er það alls ekki öruggt þar sem þættir eins og mengun, húðlitur, tími dags og árs og inntaka á kalsíum. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á upptöku D-vítamíns.

Eftirfarandi fæða er góður D-vítamíngjafi, eggjarauður, mjólkurvörur, appelsínudjús og feitur fiskur eins og lax. Með því að borða nægjanlegt magn af þessu áttu að geta haldið góðum D-vítamínbúskap í líkamanum.

Ef þú þjáist af þunglyndi, ert með viðkvæm bein og sykursýki 2 ættir þú að fylgjast vel með D-vítamíni í líkamanum. Læknirinn þinn getur sent þig í blóðprufu til að athuga stöðuna.

Kalsíum:

Því er oft þannig farið að þegar börn eru að stækka er lögð áhersla á kalsíumríkt fæði en ekki þegar einstaklingur er orðin fullorðin. Sem er ekki alveg það besta þar sem D-vítamín frásogast ekki nema nægjanlegt magn af kalsíum sé til staðar í líkamanum.

The national Osterporosis foundation mælir með 1000mg af kalsíum ef þú ert undir 50 ára en 1200mg fyrir eldri, til að sporna gegn beinþynningu. Matur sem er kalsíum ríkur er mjólk, ostur, kál, spínat, sojamjólk og sojabaunir.

Ef þú brotnar auðveldlega eða ert illa haldin af liðverkjum gæti kalsíumskortur átt hluta að máli eða þú gætir verið komin með beinþynningu og þá er nauðsynlegt að láta athuga það sem fyrst. Því er mikilvægt að láta athuga kalsíummagn reglulega með blóðprufu.

Járn:

Járn er eitt af þeim næringarefnum sem konur tapa auðveldlega þegar þær fara á blæðingar eða ganga með börn.

Konur á aldrinum 19-50 ára þurfa minnst 18 mg af járni á dag og þungaðar konur tvöfalt það magn en konur eldri en 50 ára þurfa einungis 8 mg.

Samkvæmd WEBMD fæst ríkulega af járni úr eftirtalinni fæðu:

Spínat, hvítar baunir, nýrna baunir, tofu, graskersfræ og spergilkál.

Gættu þess að borða ekki járnríkar fæðutegundir með mjólkurvörum .ar sem mjólkurvörur draga úr nýtingu járns í fæðunni.

Skortur á járni getur komið fram sem óeðlileg þreyta, stuttur andadráttur, lélegar neglur, svimi, sár og -eða bólgin tunga.

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um vítamínbúskap líkamans og uppfylla þarfir hans en best er að fá því uppfyllt með nýtingu vítamína úr fæðunni. Hætta er á of miklum vítamínum þegar þau eru tekin sem fæðubótaefni.

Vítamínpilla getur aldrei komið í stað heilbrigðar fæðu.

 

Heimildir:

 

https://www.healthline.com/health/vitamin-deficiency-in-women#vitamin-d

https://ods.od.nih.gov/factsheets/VitaminD-HealthProfessional/

https://www.webmd.com/food-recipes/guide/calcium-vitamin-d-foods

 

 

 
SHARE