Ertu þú sjálf/ur ? – Myndband

Hver hefur ekki dottið inná grein, bók eða myndband sem segir þér til um hvernig þú átt að haga þér á stefnumóti, hvernig þú átt að vera aðlaðandi , haga þér í kynlífi eða ná athygli einhvers?
Sumir hugsa eflaust strax ,,þvæla‘‘ en aðrir taka þessar athugasemdir til sín og fara eftir.
Ég hef farið á nokkur stefnumót og einnig verið í samböndum, ef ég lít til baka og skoða hverskonar menn þetta eru þá er fátt líkt með þeim en náðu þó allir að heilla mig til að byrja með þó það hafi þá ekki enst.
Hugsanleg skýring að það hafi ekki enst lengur en það gerði er að ég áttaði mig á því að þeir voru ekki alveg þeir sjálfir þennan tíma sem ég var heilluð og jú einhverjir gáfust upp á mér vissulega.
Spurning hvort ég hafi þá verið með einhverja tilgerð og ekki verið fullkomlega samkvæm því hvernig ég er í raun og veru.

Eins misjöfn og við erum mörg þá er ómögulegt að setja okkur í einhverskonar flokka, flokka sem segja þér til um hverskonar maka þú villt eða hverskonar kynlíf þú eða einhver aðili út í bæ vill.

Þegar fólk er í makaleit verður það gjarnan örvæntingafullt ef lítið gengur.
Fólk fer þá oft að skoða hvað það sé að gera rangt og hvernig það er í hegðun gagnvart hinu kyninu, nú eða sama kyni. Yfirleitt er það ekki málið enda erum við best eins og við erum í raun og veru.
Vissulega megum við ávalt bæta kurteisi okkar og bæta okkur almennt sem manneskjur.
Það er nefnilega svo frábært ef einhver heillast af þér fyrir það sem þú ert í raun og veru hvort sem það eru vinir eða maki.

Ekkert okkar er eins og það þarf engan snilling til að finna það út, þess vegna eru ekki til neinar uppskriftir af því hvernig við nælum okkur í maka eða hvernig við fullnægjum einhverjum í rúminu.

Ég datt inná skemmtilegt myndband sem akkúrat lýsir því sem ég er að segja með þessu.
Þrjár dömur fara á stefnumót með þremur mönnum, þeir eru leikarar og eru að leika mismunandi persónuleika.
Einn maðurinn er ókurteis bjáni en hvað?
Jú ein daman valdi hann í fyrsta sæti.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”WcovKsjvVgM”]

Við skulum ávalt vera við sjálf, því allir aðrir eru fráteknir eins og Oscar Wilde vinur minn sagði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here