Eru Liam Neeson (63) og Kristen Stewart (25) nýtt par?

Leikarinn góðkunni Liam Neeson lét það flakka í viðtali á dögunum að hann væri ástfanginn af heimsfrægri konu. En sjö ár eru síðan eiginkona Neeson, Natasha Richardson, lést. Neeson neitaði að gefa upp nafn konunnar sem hefur fangað hjarta hans af ótta við að hún færi hjá sér. Heimsbyggðin hefur velt vöngum yfir þessari dularfullu konu síðustu daga og helstu slúðurmiðlar duglegir við að reyna að giska á um hverja ræðir.

Sjá einnig: Liam Neeson gjörsamlega óþekkjanlegur í New York

Sú kona sem hvað flestir hafa giskað á er leikkonan Kristen Stewart en þær ágiskanir eru byggðar á því að Neeson og Stewart sáust saman á veitingastað þann 5.janúar síðastliðinn.

Actor-Liam-Neeson-and-his-wife-actress-Natasha-Richardson

Liam og Natasha.

SHARE