Ung mamma- miðaldra mamma „gömul mamma“- hvað eiga þær allar sameiginlegt? Er það ekki augljóst- þær elska allar börnin sin. Hefur verið rannsakað hvaða aldur elskar börnin sín mest? Hefur verið sýnt fram á að gamalær hugsi betur um lömbin sín en gimbrar?

Ég hef oftar en ekki heyrt ungar mæður tala um að talað sé niður til þeirra á einhvern hátt. Hvort sem það er verið að segja þeim hvernig þær eigi að hátta uppeldi barnsins eða að þær einfaldlega sinni uppeldinu ekki nógu vel.  Sem dæmi um móður sem hefur áhyggjur af barni sínu í skóla eða leikskóla, talar við kennara en er eiginlega bara sagt að hún hafi ekkert vit á þessu og ætti því ekki að vera að skipta sér af.

Ég velti fyrir mér hvort viðhorfin í samfélaginu séu þannig að ungar konur hljóti vegna æsku sinnar að vera lélegar mæður. Það væri gaman, upplýsandi og þarft að heyra í fólki um þetta efni. Ugglaust safnar fólk sér þolinmæði (sem þarf góðan skammt af við barnauppeldi) reynslu og alls konar þolgæði með árunum. En þurfa ekki allir þessir þættir að vera bornir uppi af kærleika?

Ég er viss um kærleikurinn er ekki aldurstengdur og því sé beinlínis særandi og niðurlægjandi að mæta umhyggju og áhyggju ungra mæðra (og þess vegna allra foreldra) með stælum og jafnvel niðurlægingu. Þurfum við ekki einlægan stuðning hvers annars og uppörvun við margslungin verkefni hvers dags? Og í þessu samhengi má minna á það sem einhver sagði:  Það þarf heilt þorp til að koma barni til manns!

Hvað hugsar þú um þetta mál? Láttu í þér heyra!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here