Facebook týpur – Ert þú týpan sem heldur dagbók fyrir vini þína?

Við erum með allskonar fólk á Facebook og ég hef áttað mig á því að fólk hagar sér á mjög mismunandi hátt á Facebook. Sumir eru rosalega aktífir og duglegir að birta myndir og statusa en aðrir virðast alveg liggja í felum og nánast aldrei láta heyra í sér. Sumir tala allt öðruvísi á Facebook en þeir gera í persónu, til dæmis fólk sem er almennt mjög rólegt þegar þú hittir það verður rosalega aggressíft á Facebook og lætur öllum illum látum. Svo er fólkið sem er rosalega hresst í persónu en virðist vera frekar rólegt og fúlt á Facebook. Það er mjög fyndið dæmi.

Það eru samt nokkrar Facebook týpur.

Dagbókin
Týpan sem segir okkur Facebook vinum sínum allt sem hún gerði í dag og þetta getur verið sérstaklega hvimleitt þegar manneskjan á barn vegna þess að þá fáum við að heyra hversu oft barnið kúkaði og hvort það hafði niðurgang og ekki. Við fáum að vita hvenær hún vaknaði, hvenær hún fékk sér að borða og hvenær hún fór út í göngutúr. Við fáum líka að vita hvenær barnið ældi á hana.

Edrú manneskjan, stundum.
Mörg höfum við séð manneskjuna sem var að ganga í AA eða er nýorðin edrú og allt er svo æðislegt og frábært. Lífið getur ekki verið betra og guð er svo góður. Oftar en ekki er sama manneskjan farin að tala um djamm nokkrum dögum eða vikum síðar og stuttu eftir það er svo guð aftur orðinn svo góður og lífið er svo gott edrú. Svo auðvitað þeir sem alltaf eru með predikanir um guð og tala um frelsun í því samhengi.

Hætta og byrja saman parið
Hver hefur ekki kynnst týpunum sem sýna samband sitt í beinni á Facebook. Við vitum alltaf hvenær parið fór að rífast því þá eru þau alltaf orðin single á Facebook og oft kemur þá quote eða status um hvað það sé gott að vera single eða að fólk sem komi illa fram eða eigi mann ekki skilið ætti bara að fara til helvítis. Svo er þetta fólk byrjað saman aftur nokkrum dögum síðar og þá fljúga ástarjátningarnar á milli, svo jafnvel trúlofa þau sig reglulega líka.

Quote týpan
Þessi týpa er alltaf að koma með lífsspeki og frasa tekna frá einhverjum öðrum. Þessi týpa póstar reglulega statusum eða myndum af einhverjum frösum um hvernig best er að lifa lífinu.

Hamingjusama týpan
Þessi týpa er alltaf að tala um hvað hún sé hamingjusöm og allt sé alltaf í blússandi hamingju hjá henni og það þurfa sko allir að vita það. Oft virðist tilgangurinn vera að fela eitthvað eða mann grunar það. En þetta er oft óeðlilega mikil gleði, alltaf.

Djammtýpan
Lífið hjá þessari týpu virðist ekki snúast um neitt annað en djamm. Það er all in og djamm í kvöld og morgun og hinn og hinn og hinn og hinn.

Svo væri lengi hægt að telja, hvernig týpur kannast þú við? og hvernig týpa ert ÞÚ? Viltu bæta einhverju við listann?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here