Fæðingasaga – Baltasar Börkur

Nú höfum við birt fæðingasögur í hverri viku en ég ákvað að birta mína líka.

Meðgangan gekk ótrúlega vel en ég varð aldrei vör við neina kvilla sem koma oft upp hjá ófrískum konum, ég naut að mestu meðgöngunnar og átti dásamlegan en einnig erfiðan tíma.
Ég undirbjó mig vel undir fæðinguna, las mögulega allt sem hægt er að lesa um ferlið ásamt því að ég las held ég allar fæðingasögur sem til eru sem og horfði á fræðslu myndir.

Þarna var ég komin 39 vikur en ég átti daginn eftir.
424178_287386361328478_1920232678_n
2.mars
Við stelpurnar vorum búnar að vera spila um kvöldið hjá einni vinkonunni en við vorum þrjár af 4 ófrískar, sú fjórða á 3 ára gamlan son en við áttum svo allar von á strákum sem mér finnst furðuleg tilviljun en við erum æskuvinkonur.
Ég var komin 39vikur þetta kvöld og þegar ég kvaddi stelpurnar sagði ég ,,þið fáið hringingu í fyrramálið og ég verð búin að eiga‘‘ við hlógum auðvitað bara af því.
Ég varð eftir hjá vinkonu minni og lagðist uppí sófa, fór þá að finna fyrir vægum verk og bumban harðnaði í þau skiptið en fannst þetta heldur reglulegt, ég tók því tímann og það voru alltaf 7 mínútur á milli verkja, ég segi ekkert en fer heim stuttu síðar en þá var klukkan að ganga eitt.
Ég lagðist upp í sófa en gat með engu móti sofnað því verkirnir fóru að ágerast.
Mér fannst svo ótrúlegt að ég væri að fara eiga því ég óþolinmóða manneskjan var búin að gera mér þann hugarlund að ég þyrfti sko pottþétt að bíða! en ég vildi ekki vera ræsa neinn nema þegar eitthvað færi almennilega að gerast svo ég gekk um gólf, hlustaði á tónlist og reyndi að dreifa huganum.
Klukkan 4 var orðið heldur stutt á milli verkja svo ég hringi uppá deild og læt vita af mér og þær segja mér að koma í monitor og skoðun.
Ég gat með engu móti valið föt (það tekur alltaf tíma fyrir mig) og í þokkabót varð ég að setjast niður í hvert skipti sem hríðin kom.
Þess á milli þeyttist ég um íbúðina og setti það sem átti eftir að fara í fæðingatöskuna mína.
Mér fannst ég verða hressa mig aðeins við og setja eins og maskara á mig en svo var enginn tími til svo ég dreif mig bara af stað eins og tískuslys og ekki mjög fersk en eftir á að hyggja þá skipti það engu máli.
Fór og vakti mömmu mína og sagði að ég væri búin að vera með hríðir í alla nótt og nú vildi ég fara uppá deild.
Mamma auðvitað hoppaði uppúr rúminu illa stressuð og spennt, ég settist í sófann og sagði að það væri nú í lagi fyrir hana að bleyta á sér hárið og snúa bolnum rétt og svona.

Við fórum svo saman uppá deild ég og mamma og hittum yndislega konu sem setti mig í monitor og skoðaði leghálsinn, hún staðfesti að um væri að ræða hríðir og ég væri komin með 7 í útvíkkun og fullstyttan legháls. Hún sagði að ég gæti farið heim en ég mætti líka bara fara koma mér fyrir, ég ákvað að verða eftir.
Settum tónlist á, hossaði mér á boltanum og spjallaði við mömmu og ljósmóðurina á milli verkja.
Um klukkan 7 hringdi ég í systir mína og spurði hvort hún vildi ekki mæta, enda var ég búin að biðja hana og mömmu að vera viðstaddar (ég vildi þó ekki vera að ræsa hana of snemma).
Leið og hún labbaði inn fór ég að háskæla, ég veit ekki af hverju en einhverskonar systraást hugsa ég en það gerðist líka þegar besta vinkona mín labbaði inn en þá voru liðnir um 2 tímar frá því að ég átti.
Verkirnir fóru að verða enn verri og með stuttu millibili! ég var samt svo spennt, stressuð og allt þar á milli!
Ég þáði mænudeyfingu sem ég sé alls ekki eftir en um 20 mín seinna fór hún að virka og verkirnir fóru alveg en fann þó allt annað sem ég var mjög fegin með.
Ljósmóðirin athugaði aftur og þá var ég komin með 10 í útvíkkun, akkúrat þegar vaktaskipti urðu en ég fékk aðra frábæra ljósmóðir og í þann mund að hún labbar inn þá missi ég vatnið og fæ strax mikla rembingsþörf sem mér fannst furðulega þægileg.
Allir verkir farnir og ég eiginlega naut þess bara að fá rembingsþörfina og koma litla snáðanum út.
Ég held ég hafi þurft að rembast þrisvar og hann kom.
Var settur beint á mig organdi, rauður snáði.
Fallegasta sem ég hafði á æfi minni séð! Ég setti hann stuttu síðar á brjóstið og hann tók það með glæsibrag.
Eftir dásamlega stund sem við hittumst fyrst , var hann mældur og vigtaður en hann var 52cm og 14 og hálf mörk kl 8 um morguninn svo eftir að ég kom uppá deild og frá því að hann mætti í heiminn tók það aðeins fjóra tíma svo það má segja að fæðingin hafi verið eins og í sögu.

416928_289503167783464_524610878_n419471_289541537779627_283133201_n

Fyrsti dagurinn


23722_432253780175068_212763520_n

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here