Ljósmyndarinn Christian Berthelot tekur myndir af nýfæddum börnum. Ekki litlum píslum sem kæfa okkur með krúttlegheitum, rúllandi um á hvítri gæru. Nei, þvert á móti. Christian vill hafa myndir sínar hráar, sýna börnin eins og þau eru þegar þau koma í heiminn. Nakin, öskrandi og löðrandi í hinum ýmsu líkamsvessum.

Myndirnar tekur Christian 3-18 sekúndum eftir að börnin hafa yfirgefið móðurkvið. Þessar ljósmyndir eru úr seríu eftir Berthelot sem heitir Cesar, eins og nafnið gefur til kynna voru öll börnin á myndunum tekin með keisaraskurði.

o-CH-900

slide_399940_4937544_free

slide_399940_4937546_free

Tengdar greinar:

13 stórkostlegar myndir af fæðingum

Feðrabókin: Dásamleg viðbrögð feðra við fæðingu barna sinna

Nýfæddir tvíburar telja sig vera í móðurkviði í sinni fyrstu baðferð

SHARE