Fangelsin og Elliheimilin – Þjóðarsálin

Sæl öllsömul, ég er 15 ára gömul og verð bráðum 16. Ég hef lengi pælt í því hvernig farið er með gamla fólkið okkar. Hvernig má það vera að menn sem hafa á brotið af sér á einhvern hátt, nauðgað, brotist inn, drepið einhvern eða sett Ísland á hausinn. Allir þessir einstaklingar dvelja í fangelsi fyrir brot sín en fá þar aðgang að sjónvarpi, sturtu á hverjum degi, geta farið í ræktina ef þeir hafa áhuga á, og fá alla þá þjónustu sem maður myndi nú ekki hugsa sér fyrir fanga.

Útrásavíkingarnir eins og þeir oftast eru kallaðir, fá mjög stórt hús með öllu tilheyrandi. Nettengingu, gufubaði og ég veit ekki hvað og hvað.
En amma mín sem er orðin rosalega veik og þurfi þess vegna að leggjast inn á elliheimili í hvíldarinnlögn fékk að fara í sturtu einu sinni í viku, deildi herbergi með annarri konu og fór niður í sjónvarpsherbergi til að horfa á sjónvarpið. Ég varð fyrir sjokki þegar ég kom til hennar í heimsókn og hún tilkynnti mér það að hún mætti bara fara einu sinni í viku í sturtu. Amma mín,  bíddu hvað gerði amma til þess að fangarnir á Litla Hrauni fá að fara oftar í bað og fá miklu betri þjónustu heldur en saklaus kona sem er orðin gömul og getur ekki hugsað um sig sjálf. Er þetta virkilega veruleikinn að það sé verra fyrir gamalt fólk að leggjast inná elliheimili þegar þau eru orðin gömul en að fara í fangelsi? Á það ekki að vera refsing að fara í fangelsi? Mér finnst refsingin ekki vera sú að geta verið á netinu, horft á sjónvarpið, fengið góðan mat og farið í ræktina. Ég held að það sé komin tími til að við breytum þessu og skiptum við fangana. Fangarnir á elliheimilin og gamla fólkið í fangelsið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here