Fegurðarrútinan hjá Kim tekur tvo tíma daglega

Kim Kardashian er þekkt fyrir að fara ekki út úr húsi nema hún sé óaðfinnanlega greidd og máluð. Við erum þó ekki að tala um þá meðferð sem hún fer í áður en hún fer rauða dregilinn eða aðra dregla í einhverjum lit, heldur bara þetta hversdagslega tilstand og þá erum við ekki að tala um fyrir utan fatavalið, sem tekur eflaust einhvern tíma líka. Hún hefur nefnilega heilt lið af stílistum til að aðstoða hana við það líka.

Sjá einnig: Kim Kardashian nakin á ný

Hún segir þó að það sé frábært tími til einmitt að fara yfir tölvupóstana sína, útrétta eins og hún getur í símanum og skoðað hvað er að gerast á samfélagsmiðlum.

Þessa dagana er hún að elska nýju förðunaraðferðina sína, sem margar stjörnur eru að nota um þessar mundir, sem er mun mýkri en sú sem hún notaði áður fyrr, en hún fól í sér mikla skyggingu og lýsingu. Kim segir að Kanye líki mun betur við náttúrulegt útlit hennar, en hann er þá kannski ekki að átta sig á því að þetta náttúrulega útlit krefst tveggja klukkustunda vinnu atvinnumanna.

Sjá einnig: Kim stelur senunni í skartgripaveislu í Cannes

 

34D8AFF200000578-3621560-image-a-72_1464864647481

Sjá einnig: Skemmtilegar myndir af Kim og fylgdarliði í Bláa Lóninu

34D8AFF600000578-3621560-image-m-82_1464865085198 34D8AFFA00000578-3621560-image-m-83_1464865094358

34D8B00B00000578-3621560-image-a-79_1464864716675

34D8B02900000578-3621560-image-a-80_1464864752148

SHARE