Fimmtudaginn síðasta háðu prent- og vefmiðlar mikla keppni sín á milli í keilu í Keiluhöllinni Egilshöll.  Mekka Wines & Spirits, veitingastaðurinn Fellini og Keiluhöllin tóku vel á móti keppendum enda mikið í húfi eins og sést á þessum veglega bikar og allt lagt undir.  Það fer ekki mörgum orðum um hvernig við hér á Hún.is stóðum okkur og ekki orð um það meir!   En ég get fullyrt að æfingar eru hafnar fyrir næsta ár og stefnum við á fyrsta sætið þá.  En í sárabót fyrir okkur fengum við að bragða á nýjum réttum frá Fellini,  úrvals víni frá Tommasi á Ítalíu og félagarnir Miller og Hot n´Sweet voru ekki langt undan.

 

SHARE