Angelina Jolie lét fjarlægja bæði brjóst sín í maí á síðasta ári eftir að hún fékk að vita að hún bæri svokallað „gallað“ genamengi, BRCA1, sem stóreykur líkurnar að hún fái brjóstakrabbamein og leghálskrabbamein.

Í viðtali við Entertainment Weekly greindi hin 38 ára leikkona frá því að hún ætti eftir að gangast undir eina aðgerð í viðbót. Hún sagðist vera ánægð með þá ákvörðun sem hún tók að láta fjarlægja bæði brjóstin, en móðir Angelinu bar sama gen og dó fyrir nokkrum árum úr brjóstakrabbameini.

Angelina talaði einnig um það hversu góð áhrif það hefði haft fyrir hana að skrifa um ákvörðun sína í The New  York Times.

„Hvert sem ég fer, þá rekst ég yfirleitt á konur og við tölum um heilsufarsvandamál kvenna, brjóstakrabbamein og leghálskrabbamein.“

Leikkonan bætti einnig við að hún hefði talað við karlmenn um þessi sömu vandamál en margir þeirra eiga dætur, eiginkonur eða systur. Ástæðan fyrir því að hún ákvað að skrifa um ákvörðun sína var einnig til að opna umræðuna og færa konur með sömu vandamálin nær hvor annarri.

SHARE