FLOTTAR: Hjólabrettastelpur frá sjöunda áratugnum

Þær voru glæstar á sjöunda áratugnum, stúlkurnar sem renndu sér á hjólabrettum. Óhræddar, ákveðnar og til alls vísar. Götustelpur og prúðar stelpur. Íþróttastelpur. Venjulegar stelpur. Góðar stelpur og slæmar stelpur. Hjólabrettastelpur. 

Og virðast ekkert líkar þeim dúkkulísum sem glansritin gefa oft til kynna að konur hafi verið hér áður en til kynlífsbyltingarinnar kom, (hvenær sem hún nú gekk um garð) Bítlarnir sungu óð til ástarinnar og Guð einn má vita hvað gerðist meðan ömmur okkar gættu enn að því að mæður okkar fengju með nesti í skólann.

Láttu engan ljúga því að þér að stelpurnar hafi gengið um í stuttum pilsum og að strákarnir hafi átt frumkvæði að öllu fyrir fjörtíu árum síðan. Konur voru lifandis löngu farnar að ganga í buxum á því tímaskeiði, og það sem meira er, það fór þeim vel úr hendi!

 

Flottar voru þær, hjólabrettastelpurnar á sjöunda áratugnum! 

 

 

1 2 3 4 5 6 7 8

 

SHARE