Foreldrar á facebook – Þjóðarsálin

Alveg finnst mér óþolandi foreldrar sem stöðugt pósta hverri einustu mynd sem tekin er af barninu þeirra. Leiðinlegum myndböndum þar sem er ekkert merkilegt í en foreldrar barnanna pósta af þeim því auðvitað finnst þeim allt æðislegt við þau!
Stundum þarf aðeins að setja sér mörk, ég er með fullt af foreldrum á facebook en ég nenni samt ekki að fá á fréttaveitunni að barnið hennar Siggu elski banana eða að barnið hans Bigga er farið að sitja sjálft eða eitthvað álíka jafn merkilegt.
Spurning um að búa bara til Facebook fyrir börnin ef ykkar Facebook snýst ekki um NEITT annað en þau….

Setjum okkur mörg foreldrar, facebook vinir ykkar þurfa EKKI að þekkja börnin ykkar eins vel og þið sjálf!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here