Fósturmissir var í raun þungunarrof

Chrissy Teigen (36) tilkynnti fimmtudaginn 15. september að hún yrði bara að koma einu á hreint. Hún sagði frá því að fyrir tveimur árum, þegar hún sagði heiminum að hún hefði misst fóstur, hafi hún í raun og veru farið í þungunarrof af heilsufarsástæðum.

„Það varð ljóst um miðja meðgöngu að drengurinn myndi ekki lifa af fulla meðgöngu og ég myndi ekki heldur lifa ef læknar myndu ekki grípa inní,“ sagði Chrissy í viðtali við Propper Daley A Day of Unreasonable Conversation.

Chrissy og John Legend (43) eiginmaður hennar höfðu þurft að taka erfiða ákvörðun. „Köllum það bara því nafni sem það nefnist, þetta var fóstureyðing. Fóstureyðing til að bjarga mínu lífi, en barnið átti engar lífslíkur. Og til að vera hreinskilin, þá setti ég þetta aldrei í rétt samhengi fyrr en fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Chrissy.

„Ég sagði heiminum að við hefðum misst fóstrið og heimurinn og allar fyrirsagnir sögðu það. Ég varð mjög pirruð þegar ég áttaði mig á að ég hafði ekki sagt alveg rétt frá og svo að það hafi tekið mig svona langan tíma að átta mig.“

Chrissy er nú ófrísk aftur en fyrir eiga þau John dótturina Luna (6) og soninn Miles (4).

SHARE