Við höfum aðeins fjallað um fylgjuna og ýmislegt sem hægt er að gera við hana. Hér er smá fróðleikur um fylgjuna sem byggir á fornum kínverskum læningaraðferðum.Fornar kínverksar lækningaaðferðir

Fylgjan

Styrkir Qi (orkuna) og Xue (blóðið ) og styður því við samspil Yang, Yin og Jing.

Nokkur orð til skýringar.
Í öllum mat er næring sem er góð fyrir líkamann og fer það eftir hverjum líkama hvað honum gangast best.

Álitið er að fylgjan hafi mikinn lækningarkraft þar eð í henni er lífgjöf og mikilvægustu efnin fyrir ófædda barnið.  Fylgjan er oft notuð í hefðbundnum kínverskum lækningaaðferðum vegna þess lækningarmáttar sem er talinn vera í henni.

Hugsunin er sú að Qi (orkan) fáum við úr því sem við borðum. Hluti þess breytist í Xue (blóð) þegar við meltum fæðuna og geymum orkuna í lifrinni. Ef líkaminn framleiðir nægilegt blóð (með því að stunda heilnæmt líferni) fer forðinn úr lifrinni í nýrun og merginn og verður að Jing.

Það eru tvær gerðir af  Jing: fyrir- og eftir fæðingu. Það er vegna Jings fyrir fæðingu sem góð umhugsun á fósturskeiði skiptir svo afar miklu fyrir heilsuna síðar á ævinni. Við myndun okfrumunnar (við getnað) kemur Jing frá sæði og eggi og ekki er hægt að bæta við það eftir getnað. Það er hægt að bæta við eftir fæðingar Jing en það tekur mörg ár að gera það. Meðgangan reynir á líkamann og getur dregið úr honum Qi, Xue and Jing (í þessari röð) jafnvel þó að móðirin fari eftir hinum bestu heilsuráðum.

Samkvæmt kínverskum fræðum geta lyf (pillur) gerð úr fylgju hjálpað til að:

• Bæta orkuna

• Flýta fyrir að konur nái heilsu fljótar eftir fæðingu  • Auka brjóstamjólkina

• Draga úr líkum á fæðingarþunglyndi

• Minnka líkur á járnskorti

• Bæta úr svefnleysi eða svefntruflunum

Hver líkami er einstakur og líklegt er að lyfið geri ýmislegt fleira fyrir konur sem of langt yrði að telja upp. Talið er að lyfið henti einna best konum sem eru á grænmetisfæði og/eða er hætt við fæðingarþunglyndi.

Annað til athugunar
Þú ættir að ráðfæra þig við ljósmóðurina eða lækninn hvort fylgjan þín er heilbrigð og hæf til neyslu.

SHARE