Ef það er eitthvað sem söngkonan Lady Gaga kann er að koma stöðugt á óvart með furðulegri framkomu, klæðnaði og tónlist. Gagnrýnendum finnst hún nú ganga aðeins of langt með einkennilegum tónlistarmyndböndum upp á síðkastið. Það gæti líka spilað inn í að tónlistin hennar nýtur ekki eins mikilla vinsælda vestanhafs og hún gerði þegar Gaga byrjaði fyrst að gefa frá sér tónlist.

Tónlistarmyndbandið hefur þó verið skoðað í 12 milljón skipti á Youtube svo Lady Gaga þarf ekki að hafa áhyggjur af dvínandi vinsældum nærri því strax.

SHARE