Furðulegu meðgöngudraumarnir – Kannast þú við þetta?

Margar ófrískar konur kannast við tryllta drauma og þá oft sérstaklega á fyrstu vikum/mánuðum meðgöngu, sumar konur tala um að þær verði jafnvel hræddar við að fara að sofa vegna martraða og líður stundum eins og eitthvað erfitt sé að gerast og þær séu milli svefns og vöku. Þetta er ekkert óeðlilegt og eitthvað sem margar konur upplifa, líklega hefur það mikið með hormónastarfsemi að gerast sem og kvíða og áhyggjur sem oft fylgja meðgöngu og þá sérstaklega fyrstu vikum, þar sem margir hafa áhyggjur af barninu. Þetta er auðvitað alls ekki algilt því að eins og við vitum öll er hver meðganga einstök og það eru sumar konur sem upplifa lítil sem engin meðgöngueinkenni jafnvel alla meðgönguna.

Af hverju dreymir okkur?

Draumarnir segja til um hvernig tilfinningalíf okkar er. Það er kunnara en frá þurfi að segja að tilfinningalíf verðandi mæðra getur verið mjög óstöðugt. Þegar maður er spenntur, hræddur og kvíðinn hefur það ekki bara áhrif á mann á daginn heldur truflar það líka nætursvefninn. Auðvitað er þetta mjög einstaklingsbundið og tengt andlegu ástandi konunnar. Þig getur dreymt hvernig barnið lítur út eða það er að fá sér að drekka hjá þér ef ykkur langaði til að eignast barnið. En ef  barnið er hins vegar ekki velkomið eða það kom ykkur á óvart gæti þig dreymt að þú sért á flótta undan villidýrum. Þessir draumar taka á sig mismunandi myndir eftir því sem líður á meðgönguna samhliða því að tilfinningalíf þitt tekur breytingum eftir því sem líður á.

Ég fann hér nokkra drauma sem eru algengir draumar sem konur dreymir á meðgöngu. Þeir verða túlkaðir og bent á að þeir eru að undirbúa þig fyrir móðurhlutverkið og nýtt líf.

Ó, ég er búin að týna barninu!

Fyrstu 3 mánuðirnir: Týndi lyklunum, gleymdi að gefa barninu eða týndi því bara.

Ráðning: Getur bent til að þú sért hrædd um að þú verðir ekki nógu góð móðir.

Nýtt viðhorf: Þegar þú ert orðin móðir kemstu að því að þetta var bara smásýnishorn af gleymsku um alla framtíð. Þú getur orðið svo utan við þig að þú gleymir þínum eigin afmælisdegi. Og hvað með það?

Geðveikt kynlíf

Næstu 3 mánuðir: Dreymir kynlíf með eiginmanninum eða einhverjum öðrum.

Ráðning: Þetta gæti þýtt ýmislegt. Annaðhvort eru hormónarnir að segja til sín og kynlífsþörf  þín er mjög mikil eða þá að eiginmaðurinn er hættur að vilja stunda með þér kynlíf. Hann gæti haldið að hann sé að meiða barnið og er því hræddur við að stunda kynlíf, þú gætir verið hrædd við það líka.

Nýtt viðhorf: Þegar barnið er fætt getur kynlíf  stundum orðið lúxus sem vex að gildi því að framboðið er takmarkað. Þið fáið ef til vill ekki frið nema þegar barnið sefur og þið verið að nota þær stundir sem gefast. Oft eru ástarfundirnir truflaðir þegar barnið rekur upp hrinu.

Barnið

Síðustu 3 mánuðurnir: Þig dreymir daglegt líf með barninu, þú ert að gera eitthvað fyrir það og leika við það. 

Ráðning: Líkami þinn er að búa sig undir fæðingu barnsins og undirmeðvitund þín er líka að búa sig undir að kynnast barninu þínu.

Nýtt viðhorf: Þessir draumar geta verið að búa þig undir hið fjölmarga sem þú kemur til með að þurfa að gera með barnið á mjöðminni um leið og þú verður að hafa ofan af fyrir því. Mömmur þekkja það mjög vel að senda tölvupóst eða setja á þig maskara meðan þær  eru að skipta á barninu. Þú munt líka þurfa þess og geta það. Draumarnir þínir eru að búa þig undir þetta.

Króuð af

Alla meðgönguna: Föst niðri í brunni  eða í göngum eða að drukkna.

Ráðning: Ótti við frelsiskerðingu.

Nýtt sjónarhorn: Þessi draumur sem þig dreymir aftur og aftur dregur fram alveg nýtt sjónarhorn. Hann sýnir okkur í hnotskurn af hverju það skiptir svo miklu að skilja draumana sem þig dreymir meðan þú gengur með barnið. Draumarnir þínir eru að hjálpa þér til að átta þig á að líf þitt mun taka ótrúlega miklum breytingum. Þú munt þurfa að gera margt í einu, þú munt þurfa að berjast fyrir persónu þinni og það liggur við að þið hjónin verðið að skrá hjá ykkur tíma fyrir kynlífið. Þegar þú hefur áttað þig á þessu og sæst við það verður móðurhlutverkið allt miklu auðveldara en ella.

 

Dreymi þig drottin dýrðarhæstan- og dillidó……….

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here