Fyrirsætan og leikkonan Molly Sims segir að það sé alltof mikil pressa á fyrirsætum að vera hættulega grannar. Hún viðurkennir að hafa farið óheilbrigðar leiðir til að halda sér í hinni eftirsóttu stærð 0 í byrjun fyrirsætuferilsins.

Sjá einnig: Victoria´s Secret englarnir sýna nýjustu línu undirfatarisans

Hin 42 ára gamla leikkona sagði nýverið í viðtali við HuffPost Live að hún muni aldrei gleyma þeirra pressu sem hún fann fyrir að vera í stærð 0.

Ég gekk 22,5 km á dag. Það var mjög erfitt að halda mér í þeirri þyngd sem ég átti að vera. Ég er mjög heppin með gen á suma vegu en að vera í stærð 0, það var erfitt. Ég borðaði stundum ekki í nokkra daga.

Sjá einnig: 6 flottustu Victorias secret módelin – Myndir

Molly er sátt við líkama sinn í dag en var mjög gagnrýnin á hann þegar hún starfaði sem fyrirsæta. Það hjálpaði heldur ekki til að það var stöðugt verið að setja út á líkama hennar.

Ég man eftir að það var sagt við mig: „Þú verður að hætta að fara í ræktina.“ Ég var alltaf vöðvastælta stelpan eða … „Nefið á þér er skakkt“. Á þessum tíma fannst mér ég vera svo þung.

Sjá einnig: Þegar börn fara í megrun – „Ég var 11 ára þegar ég byrjaði að skammta mér hitaeiningar“

Molly gekk svo langt á einum tímapunkti að hún bað lýtalækni um að minnka kálfana á sér. Þá var hún einungis 23 ára en lýtalæknirinn neitaði að framkvæma slíka aðgerð á henni.

Molly-Sims-wore-sexy-slip-corset-look-2001

Molly-Sims-looked-every-bit-like-angel-2001-runway

SHARE