Fyrrum körfuboltakappinn Lamar Odom átti viðburðarríkt ár 2015 en það endaði með því að hann féll í dá eftir að hann tók of stóran skammt af eiturlyfjum. Atvikið átti sér stað á vændishúsi í Las Vegas í október. Lamar er kominn aftur til meðvitundar en ljóst er að hann mun líklegast aldrei verða samur.

Sjá einnig: Lamar Odom gengur í fyrsta skipti eftir vændishúsaatvikið

Fyrrverandi eiginkona Lamar, Khloe Kardashian, flaug börnin hans til Los Angeles yfir hátíðirnar þar sem hann er í endurhæfingu á spítalanum Cedar-Sinai Medical Center.

Lamar á 2 börn þau Lamar Odom Jr, 13 ára og Destiny, 17 ára með æskuástinni sinni Lizu Morales.

Sjá einnig: Khloe er óhuggandi: Lamar fannst meðvitundarlaus í vændishúsi

Lamar Odom Jr. birti mynd af sér, systur sinni og pabba sínum á Instagram en það er fyrsta myndin sem birst hefur á netinu af Lamar síðan í október.

2FBA935600000578-3381487-Blessed_Lamar_Odom_has_been_pictured_for_the_first_time_since_hi-m-9_1451685367532

 

 

 

 

2FA92E5C00000578-3381487-image-a-10_1451686270840

 

2FBAC65D00000578-3381487-image-a-31_1451691563671

2D91FC4800000578-3381487-image-a-107_1451692298746

SHARE