Fyrsta myndin af syni Kim Kardashian og Kanye West

Hin 35 ára gamla Kim Kardashian birti fyrstu myndina af nýfæddum syni sínum Saint á heimasíðunni KimKardashianWest.com.

Sjá einnig: Höfnuðu tilboði upp á 325 milljónir

Líklegast eru margir sem biðu fullir eftirvæntingar svekktir með myndina en á myndinni sést aðeins önnur hönd Saint halda fast utan um fingur stóru systur sinnar North.

Sjá einnig: Saint mun ekki sjást í Keeping Up With the Kardashians

Saint fæddist laugardaginn 5. desember en Kim og Kanye hafa gert sitt allra besta við að fela hann fyrir ljósmyndurum.

Við verðum því að bíða eitthvað lengur eftir því að sjá andlitið á drengnum.
2FC0E51700000578-0-image-a-55_1451785378024

SHARE