Fyrstu einkenni Covid-19 – Hvað skal gera?

COVID-19 hefur fundist í 152 löndum og svæðum í heiminum. Vírusinn hefur breiðst hratt út og heimurinn þarf að standa saman til að reyna að stoppa faraldurinn.

Ein af leiðunum til að koma í veg fyrir að smitast af veirunni er að þvo sér vel um hendurnar og sótthreinsa vel. Einnig er mælst til þess að fólk einangri sig ef það finnur fyrir einkennum COVID-19. Það eru samt margir óvissir um hver einkenni veirunnar eru og hvenær maður eigi að fara og láta tékka á sér. Það verður hinsvegar að gerast svo náist að halda faraldrinum niðri.

Það er talið að einn sjúklingur frá Suður Kóreu hafi komist í tæri við um 1000 manns eftir að hann smitaðist. Sjúklingurinn, kona sem kölluð er Patient 31, var á ráðstefnum og fjölmennum stöðum, spítölum og kirkjum í marga daga áður en hún var greind. Á milli þessara staða fór hún á spítala og var ráðlagt það að láta tékka á hvort hún væri með kórónaveiruna, því hún var með svo háan hita. Hún hélt samt áfram að heimsækja staði, fór meðal annars á hádegisverðahlaðborð á hóteli. Þegar hún var svo greind þá var fjöldi manns búinn að smitast af þessari einu konu.

Fyrstu einkenni COVID-19

Í fyrstu var talið að það tæki 2 til 10 daga fyrir einkennin að koma fram eftir að maður smitast. Hinsvegar hafa sumir fundið einkenni sjúkdómsins eftir 24 daga frá smiti.

Samkvæmt The World Health Organization (WHO) eru fyrstu einkenni Covid-19:

  • Þurr hósti
  • Hiti
  • Þreyta

Í sumum tilfellum hafa sjúklingar fundið fyrir verkjum, stífluðu nefi og/eða nefrennsli, særindum í hálsi og niðurgangi. Þessi einkenni eru oftast mjög lítil og byrja hægt og rólega. Stundum fær fólk engin einkenni og finna ekkert fyrir veikindum.

Fólki er að ráðlagt að einangra sig í að minnsta kosti 7 daga ef það er með hita og hósta. Ef viðkomandi býr með öðrum ætti að halda 2 metra fjarlægð á milli hans og næsta manns. Ef viðkomandi á erfitt með andadrátt á að hringja strax í lækni, EKKI fara á heilsugæsluna!

Heimildir: Medicaldaily.com

SHARE