Ganges fljótið á Indlandi – Varúð ekki fyrir viðkvæma

Ganges er stórfljót á Indlandi. Fljótið á upptök sín í Himalajafjöllum og rennur í Bengalflóa. Ganges er eitt af stærstu fljótum heims og margir Hindúar líta á Ganges fljótið sem lifandi gyðju sem geti hreinsað þá af syndum. Fljótið er hinsvegar mjög mengað og mikið sorp safnast þar fyrir og myndar eins konar hólma og talið er að um milljarður lítra af skolpi renni í Ganges á HVERJUM DEGI og breiði út sjúkdóma meðal um 350 milljóna manna, eða um tuttugasta hluta mannkyns.

Rannsóknir hafa sýnt að á sumum stöðum fljótsins er magn saurgerla 4.000 sinnum yfir hættumörkum sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint fyrir baðvatn. Það stoppar fólk þó ekki í að þvo sér í vatninu og mengun vatnsins veldur milljónum sjúkdómstilfella á ári hverju, til dæmis lifrabólgu og blóðkreppusótt. Áætlað er að á hverri mínútu deyi einn maður af völdum sjúkdóma sem berast með menguðu vatni Ganges fljóts.

Fólk baðar sig upp úr vatninu og drekkur það sem tengist trúnni að vissu leiti þar sem fólkið telur að vatnið geti hreinsað það af syndum. Það má einnig finna fjöldann allan af líkum í vatninu en fólk virðist leggja lík í vatnið og kveðja dáið fólk þannig.

ATH. Eftirfarandi myndir eru myndir af ánni og sumar myndir sýna lík. Ekki fara neðar ef þú ert viðkvæm/ur.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here