Gjörsamlega himneskt jarðarberjasalsa

Þetta jarðarberjasalsa er algjört hnossgæti. Hrikalega ferskt og gott. Litríkt og ljúffengt. Það má moka því upp í sig með söltuðum nachosflögum. Nú eða bara með skeið. Beinustu leið upp í munn. Svo góð er þessi blanda.

Sjá einnig: Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu

IMG_1668

Jarðarberjasalsa

2 litlar lárperur

1 box jarðarber (250 grömm)

1-2 chili-aldin

1/2 rauðlaukur

safi úr hálfu lime

1/2 teskeið salt

1/4 teskeið hvítlauksduft

kóríander eftir smekk

IMG_1633

IMG_1645

Söxum allt niður og blöndum saman í skál.

IMG_1647

Kryddum og kreistum lime-ið yfir. Hrærum allt varlega saman.

IMG_1670

Virkilega gott. Súrt, salt, sætt – stórkoslegt bragðlaukadjamm.

IMG_1694

Sjá einnig: Mögulega besta nachos í heimi

SHARE