Glæsileg greiðsla í jólasamkvæmin

Við erum allar að fara í einhverskonar jólaboð, jólahlaðborð eða aðrar árstíðartengdar uppákomur í þessum mánuði. Okkur vantar stundum hugmyndir að einhverju sem hægt er að gera við hárið, en vitum ekki hvernig við eigum að fara að því. Hér er ein hugmynd að greiðslu, sem tollir vel í en er um leið laus og smá “messí”, sem er alltaf flott.

 

Sjá einnig: Smart og öðruvísi hárgreiðsla – Einföld að gera

Þú þarft glærar teygjur, eða þær sem eru í sama lit og hárið þitt, örfáar ömmuspennur og hárlakk og þú ert komin með æðislega flotta greiðslu í hárið þitt.

SHARE