Glæsileg tískusýning – Fashion with Flavor á Grand Hótel

Þann 12. og 13. október verður haldin glæsileg tískusýning á Grand Hótel þar sem sýndur verður fatnaður, skór, skartgripir, smáhlutir og fleira. Það sem er öðruvísi við þessa tískusýningu er hinsvegar það að allir þessir hlutir eru gerðir úr íslenskum afurðum eins og til að mynda hreindýra- og lambaleður, laxa-, þorsk-, karfa- og hlýraroði, hrosshár, horn, bein og fjaðrir. Þetta eru allt hágæða hráefni, sterk, fjölbreytt og flott.

Ágústa Margrét Arnardóttir hannar og handgerir fatnað og fylgihluti úr íslenskum hráefnum undir nafninu Arfleifð:
[quote]Allt sem viðkemur hráefnunum, veiðar, vinnsla, nýting og fleira finnst mér svo áhugavert og skemmtilegt. Þetta eru í raun allt aukaafurðir frá matvælaframleiðslu eða það sem hreinlega fer í ruslið. Arfleifð notar engin hráefni af dýrum sem alin eru í þeim tilgangi að verða tískuvörur, bara aukaafurðir,[/quote]

[quote]Ég vaknaði upp með hugmyndina að Fashion with Flavor í janúar í fyrra, líklega bara af því að ég hugsa svo svakalega mikið um fullnýtinguna og að kynna vörurnar á óhefðbundin hátt, þetta eru jú mjög óhefðbundnar vörur.
Eftir að ég fékk hugmyndina í fyrra hafði ég samband við kokk og hótelrekendur, var þessu strax hrint í framkvæmd og sýningarnar haldnar fyrir fullu húsi á Fosshóteli Vatnajökli og Grand hótel Reykjavík í mars í fyrra.[/quote]

Sýningarnar gengu svo vel að Ágústa fór strax að hugsa um næstu sýningar, stærri, fjölbreyttari og flottar og verða þær því haldnar, sem fyrr segir, á Grand hótel Reykjavík helgina 12. og 13. október.

Það eru hátt í 30 hönnuðir og listamenn sem taka þátt, auk fjölmargra íslenskra matvælaframleiðenda og alíslenskrar bruggframleiðslu sem bíður upp á rabarbara- og berjadrykki- www.reykjavikdistillery.is

Aðalsýnendur eru:

Arfleifð– fatnaður og fylgihlutir, www.arfleifd.is
Sign- skartgripir, www.sign.is
Halldora- skór og smáhlutir, www.halldora.com

Um tónlistina sér Greta Salóme ásamt mögnuðu tónlistafólki. Þau spila bæði saman og í sitthvoru lagi fjölbreytta tóna sem passa við hvern munnbita. Greta Salóme mun frumflytja ný lög í bland við gömul og klassísk.
Matreiðslumeistarinn sem bjó til matseðilinn í ár og mun framreiða matinn heitir Hinrik Carl Ellertsson og hefur farið offari í öllu sem hann tekur sér fyrir höndum. Ágústa segir að þau vinni öll mjög náið saman til að finna út hvaða matur passar best við hvaða dress og tónlist:

[quote]Útkoman verður algjörlega ólýsanleg og munu varðeldar, þurrís, blómaskreytingar, harmonikkubræður, hárskart og fleira koma við sögu.
Það verða 8 fyrirsætur sem bera fram réttina klæddar fatnaði úr aukaafurðum þess sem borðað er, það er einsdæmi í heiminum. Auk þess að bera fram matinn kynna þær vörurnar, hráefnin og fleira. Maturinn verður magnaður, tónlistin töfrandi og sýningin stórkostleg; ferðalag fyrir öll skilningarvitin sem allir hafa gaman af.[/quote]

Nánari upplýsingar og miðapantanir eru á
http://www.grand.is/Islenska/Fashion-with-Flavour/

Videokynning eftir grafíska hönnuð hópsins, Daníel Imsland- dimms.ishttp://vimeo.com/50430614

Meðfylgjandi ljósmyndir eru teknar af einum af ljósmyndara hópsins, Þormari Vigni Gunnarssyni. Vörur allra hönnuðana, en bara örlítið brot af því sem verður á sýningunum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here