Góð húsráð sem virka

Að bíta í penna getur lagað höfuðverk
Streituhöfuðverkir geta minnkað ef þú bítur í penna, það slakar á kjálkavöðvunum & minnkar því höfuðverkinn

Tómatar geta hjálpað í baráttunni við vandamálahúð (acne)
Tómatar innihalda mikið af c og a- vítamíni, andoxunarefnum ofl svo að þeir geta verið notaðir á ýmis húðvandamál. Sérstaklega góðir á fituga húð. Hakkaðu tómatinn niður og berðu hann á andlitið á þér og láttu liggja á í klukkutíma. Þvoðu það af með vatni og þurrkaðu varlega af. Gerðu þetta einu sinni á dag í viku.

Við magaverk – liggja á vinstri hliðinni
Þetta kenndi mamma mér. Oft þegar fólk er með magaverk er það einfaldlega afþví þú ert full af gasi. Þegar þú liggur á vinstri hliðinni kemst hreyfing á þarmana og þú getur leyst vind. Þetta svínvirkar!

Vodka við táfýlu
Strjúktu undir fótinn með vodka í bómull. Vodka inniheldur alkóhól sem er mjög þurrkandi & er því gott í baráttunni við sveppasýkingu og fleiri bakteríur. Vodka þurrkar því fótinn sem er gott vegna þess að það er rakinn sem veldur sveppum á fótum.

Límband við vörtum
Þetta virkar! flestir leggja ýmislegt á sig í baráttunni við vörturnar. Þegar ég var lítil var ég í fimleikum & mikið á táslunum í íþróttahúsinu & við stelpurnar vorum allar með vörtur á fótunum. Flestir láta frysta þær eða brenna & það getur tekið langan tíma og virkað illa. Ég losnaði amk aldrei við vörturnar í öllum þessum meðferðum sem ég fór í. Það sem virkar best er að kæfa þær og þar kemur þykkt límband sterkt inn (duct tape)
Settu límbandið yfir vörtuna og láttu það vera þar í viku. skolaðu svo svæðið & settu límband aftur á, haltu þessu áfram þar til þú ert laus við vörtuna. Ef vartan fær ekki súrefni deyr hún á endanum.

Sykur við hiksta
Hiksti er óþolandi, við reynum ýmislegt til að losna við hiksta og algengt er að fólk reyni að láta sér bregða. Hinsvegar er það talið virka að gleypa heila teskeið af sykri (eins ógeðslegt og það hljómar) 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here