Grillaður hungangskjúklingur með rauðlauk og plómum – Uppskrift

Grillaðar kjúklingabringur, marineraðar í hunangi og balsam ediki, með rauðlauk og plómum sem er hið besta meðlæti! Algjört hunang!


Með kjúklingnum er gott aða bera fram grænt salat og hvítlauksbrauð.

 

Fyrir  2

Efni :

•          2 kjúklingabringur

•          1/4 bolli + 1matsk. balsam edik (ekki hellt saman)

•          2 matsk. ólívuoliía

•          1 matsk.+ 2 tsk. hunang (í sitt hvoru lagi)

•          1 tsk. hvítlauksduft

•          1/4 tsk. gróft salt

•          1/4 tsk. svartur pipar

•          2 plómur, skornar í tvennt og steinninn tekinn úr

•          1 stór rauðlaukur, skorinn í fernt

 

Aðferð:

Látið bringur, edik, olíu, 1matsk. hunang, hvítlauksduft, salt og pipar í plastpoka, hreyfið til og látið blandast vel, geymið í ísskáp 1-4 tíma.

Hitið grillið (frekar vel) og látið kjúklinginn steikjast 5-6 mín. Snúið þá bringunum og steikið til viðbótar í 4-6 mín. Setjið kjötið til hliðar.

Berið olíu á laukinn og plómurnar og grillið í u.þ.b. 10 mín. (5 á hvorri hlið).

Takið lauk og plómur af grillinu, setjið 2 plómubita og helminginn af lauknum ásamt 2 tsk. af hunangi, 1 msk. balsam ediki og örlitlu salti í blandara og maukið. Berið fram með kjúklingnum og plómunum og lauknum.  Svo er bara að njóta í góðum félagsskap

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here