Heiða Rún var glæsileg á rauða dreglinum

Íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir vakti mikla athygli á rauða dregilinum á National Television Awards í London á miðvikudagskvöldið.

Hin hæfileikaríka leikkona leikur í bresku þáttunum Poldark sem eru framleiddir af BBC. Heiða hefur gert samning um að leika í þáttunum næstu fjögur til fimm árin en þættirnir njóta mikilla vinsælda og að jafnaði horfðu um 7 milljónir Breta á fyrstu þáttaröðina.

Sjá einnig: Glæsileiki á Glamour-verðlaununum

Leikkonan klæddist aðsniðnum kjól úr velúr á miðvikudagskvöldið en Heiða var stór glæsileg að vanda.

Leikkonan mætti ásamt mótleikara sínum Aidan Turner en hann leikur einmitt herra Poldark. Þau stigu á svið saman og veittu verðlaun fyrir bestu nýju dramaþáttinn.3063328500000578-3409064-image-a-53_1453325884289

30631E7F00000578-3409064-image-a-56_1453325916522

30633AA300000578-3409064-image-a-52_1453325872627

 

3063E88300000578-3409064-image-a-59_1453325932066

 

SHARE