DIY – Heimatilbúinn stíflueyðir – Uppskrift

Það getur verið ótrúlega pirrandi þegar vaskur eða niðurfall stíflast og það er ekki til drullusokkur eða stíflueyðir. Þú þarft þó ekki að örvænta því það er hægt að búa til stíflueyði heima fyrir, úr einungis 2 efnum og soðnu vatni.

Það sem þú þarft er:

Hálfan dl af matarsóda
1 dl edik

Þú hellir þessu hvoru tveggja í niðurfallið og setur í það tappa og leyfir að bíða í 30 mínútur. Ef það er ekki til tappi í þetta niðurfall skaltu bara reyna að setja eitthvað annað yfir það. Það mun freyða og krauma í þessu.

Eftir 30 mínútur skaltu hita í hraðsuðukatlinum, fullan ketil af vatni og svo hellirðu sjóðandi heita vatninu í niðurfallið. Nú ætti stíflan að vera farin.

 

 

SHARE