
Jeremy Meeks fæddist 7. febrúar 1984 í Tacoma, Washington, Bandaríkjunum. Hann var handtekinn í júní árið 2014 og var fangamyndin hans birt á Facebook síðu lögreglunnar og gerði hann frægann á einni nóttu því hann þótti svo „heitur“.
Jeremy ólst upp við erfiðar aðstæður; báðir foreldrar hans glímdu við fíkn, móðir hans var heróínfíkill og Jeremy sagðst vera „heróín barn“ – þ.e.a.s. móðir hans notaði eiturlyf á meðgöngu sem hann sagði að hefði vitaskuld haft áhrif á hann. Hann var heimilislaus um tíma og varð hluti af gengi sem lenti reglulega í átökum. Hann var svo handtekinn fyrir vopnalagabrot og sendur í 27 mánaða fangelsi og var skikkaður í meðferð.

Jeremy var síðan látinn laus árið 2016 og síðan þá hefur hann starfað sem fyrirsæta, leikið í auglýsingum og lært leiklist. Hann gaf einnig út ævisögu sína árið 2024, Model Citizen: The Autobiography of Jeremy Meeks, þar sem hann fer yfir æskuárin sín, lífið í glæpum, fangelsisvistina og fyrirsætustarfið. Hann segist deila reynslu sinni til að hjálpa öðrum og þá sérstaklega ungum krökkum sem eru að glíma við svipaðar aðstæður og þær sem hann ólst upp við.
Hér er Jeremy árið 2025:

Sjá einnig:
- 4 merki um að þú sért að borða of mikið af salti
- Djúphreinsun á baðherberginu þínu
- Stjörnuspá fyrir nóvember 2025
- Húðin þarf mikla næringu á þessum tíma árs
- 9 ástæður fyrir því að þú ættir að taka þér pásu frá klámáhorfi
- 7 setningar sem þú ættir aldrei að segja við maka þinn



















