Beðið er í ofvæni eftir að afkvæmi Katrínar hertogaynju og Vilhjálms Bretaprins komi í heiminn. Það gæti hugsanlega átt sér stað hvað úr hverju en laugardagurinn 25.apríl er vinsælasta dagsetningin í veðbönkum víða um heim.  Katrín mun eiga barn sitt í svokallaðri Lindo álmu sem tilheyrir St. Mary´s sjúkrahúsinu í vesturhluta London.

Sjá einnig: Kate Middleton: Sást í 7000 króna kjól og setti vefverslun á hliðina í kjölfarið

Lindo-Wing

Lindo álman inniheldur 17 fæðingarsvítur. Að fæða barn í slíkri svítu kostar um og yfir milljón. Sé barnið tekið með keisaraskurði kostar það tæplega hálfa milljón til viðbótar.

Lindo-Wing (1)

Svíturnar prýða rándýr listaverk, meistarakokkar sjá um að elda matinn og er foreldrum boðið upp á kampavín þegar barn þeirra er komið í heiminn.

4

Hörðustu aðdáendur konungsfjölskyldunnar eru nú þegar farnir að safnast saman fyrir utan spítalann. En enginn vill missa af því þegar hertogaynjan og prinsinn koma út á tröppur með nýfætt barnið.

Sjá einnig: Kate Middleton: Farin að grána og tekur því fagnandi

SHARE