1. júní 2013 verður allsherjar hinsegin veisla sem byrjar með Samtakamættinum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Til að slá botninn í frábæran dag efna Samtökin ’78 til Hinsegin Hátíðar á Skuggabarnum, í glæsilegum húsakynnum Hótel Borgar.

Húsið opnar kl. 22:00 og hefst dagskráin með hinsegin skemmtiatriðum sem enginn, nær og fjær, vill missa af.

Í kringum miðnætti mun svo Dj. Manny hefja skífuþeytingar og við honum tekur Dj. Kidda Rokk til að rífa þakið endanlega af húsinu.

Miðaverð í forsölu er 1.000 kr. fyrir félaga Samtakanna ’78 en 1.500 kr. fyrir aðra. Forsala í Máli og Menningu á Laugarvegi. TAKMARKAÐUR FJÖLDI MIÐA Í FORSÖLU!
Allur ágóði rennur til ráðgjafaþjónustu Samtakanna

2000 kr. við hurð fyrir alla.

20 ára aldurstakmark.

Gleðjumst saman þann 1. júní!

ps. ,,Hermann Óli Bachman Ólafsson, vertu mér til sóma og hagaðu þér einu sinni!’

SHARE