Hjálpar til við meltinguna og hreinsar kerfið

Ég er lítt hrifin af auknum vinsældum hreinsunarkúra og það að fasta til að hreinsa líkamann. Sérstaklega þegar vinsælar leikkonur eins og Gwyneth Paltrow, eru farnar að mæla með þriggja daga, 300 kaloríu afeitrunarkúrum og leggja svo til að maður sé í hlýjum sokkum á meðan af því að manni verði oft kalt.

Þessir kúrar eru þó ekki alslæmir því margir þeirra leggja til að maður drekki sítrónuvatn sem eftir því sem ég best get séð er meinhollt. Ég kýs hinsvegar að fara aðra leið heldur en vinkona mín hún Gwyneth sem lætur sér nægja að drekka eingöngu sítrónuvatn í morgunmat. Ég drekk nefnilega sítrónuvatn og borða morgunmat.

Sítrónuvatn er sagt hjálpa til við meltinguna og lina meltingartruflanir eins og brjóstsviða og uppþemdu. Aðrir kostir eru  þeir að sítrónuvatn hreinsar kerfið, er þvagörvandi, eflir ónæmiskerfið og gefur ferskan andadrátt.

Það er mælt með að maður kreisti í kringum hálfa sítrónu út í heitt vatn en mér finnst betra að drekka vatnið ískalt.

 

 

SHARE