Hjálpartæki ástarlífsins – Þetta vissir þú ekki! – Myndir

Þessi atriði eru örugglega eitthvað sem við vissum ekki en 4play.is er með þetta allt á hreinu!

1. Uppblásna gúmmídúkkan:

Gúmmíútgáfan af þessu konu hefur verið til síðan 1904. Það eru reyndar sögusagnir þess efnis að franskir sjóliðar hafi sett saman úr lérefti eitthvað sem líktist konu til þess að nota sem kynlífsleikfang.

Mynd 1 Gúmmídúkka - 4Play.is

2. Butt Plugs:

Þótt ótrúlegt megi virðast þá hafa Butt plugs eða rassatappar verið á markaði síðan 1892. Þeir voru seldir sem læknisfræðilegt tæki til að hjálpa hringvöðvanum til að slaka á. Mikið var selt af þessum tækjum þar til þau voru bönnuð af lyfjaeftirliti Bandaríkjanna vegna falskra auglýsinga.

Mynd 2 Butt plug eða Rectal Dialator - 4Play.is

 3. Víbratorinn:

Við höllumst að því að þetta sé ein besta uppfinning síðari tíma, en víbratorinn var markaðssettur 1869 sem tæki til að laga móðursýki. Orðrómur er að sjálf Cleópatra hafa átt fyrsta titrandi víbratorinn, en það var hólkur sem fylltur var af brjáluðum býflugum. Móðursýki hefur aldrei fengið skilgreiningu sem sjúkdómur en hinsvegar þekkja allir ávinninginn sem fylgir góðum víbrator í dag.

Mynd 3 Víbrator - 4Play.is

4. Smokkar:

Menn hafa notast við smokka síðan 1560. Það lítur út fyrir það að hræðsla við dauða hafi fengið menn til þess að væta lín og léreft í hinum ýmsu efnum fyrir kynlíf til að forðast endalokin.

Mynd 4 Smokkur - 4Play.is

5. Typpahringir:

Í kringum 1200 þurftu kínverskir heiðursmenn að standa sig. Þeir þurftu að stunda kynlíf með konum sínum, hjákonum og hórum – Einhvernveginn þurftu þeir að halda risi og þar kom typpahringurinn til.

Mynd 5 Typpahringur - 4Play.is

6. Ben-Wa kúlurnar eða grindarbotnskúlur:

Upprunalega komu þær fram í kringum árið 500, notaðar af karlmönnum til sjálfsfróunar og skemmtunar, konur komust þó fljótt upp á lagið með að nota þær og síðan þá hefur þetta verið notað mest megnis af konum.

Mynd 6 Ben Wa kúlur - 4Play.is

7. Typpastækkun:

Árið 300 var Kama Sutra fyrst til þess að benda karlmönnum á að það væri hægt að stækka liminn. Upprunalega aðferðin var þó ekkert sem að nútímamaðurinn myndi hugsa sér en hún fólst í því að stinga vespubroddum í liminn, hljómar ekki huggulega.

Mynd 7 Typpastækkun - 4Play.is

 

8. Sleipiefni:

Grikkir til forna notuðu Ólífuolíu í margt annað en í matargerð. Við getum kannski þakkað þeim ávinningin af góðri smurningu.

Mynd 8 Ólífuolía - 4Play.is

9. Dildó:

Það lítur út fyrir það að forfeður okkar hafi haft unað af kynlífi, líka þegar maðurinn var ekki heima fyrir, handgerður og slípaður steinlimur var þá notaður í fjarveru mannsins.

Mynd 9 Dildó - 4Play.is

10. Klám:

Fyrstu klámfengu myndirnar eru töluvert gamlar en þær eru um það bil 33.000 ára gamlar og voru skornar í horn mammúts og sýndu myndir af fagurlega mótuðum kvenmannslíkama.

Mynd 10 Útskorið bein mynd af konu- 4Play.is

 

SHARE