Hjólasöfnun Barnaheilla er í fullum gangi – Fullt af íslenskum börnum sem eiga ekkert hjól!

Það var heldur betur fjörið á endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða um hádegið í dag þegar saman söfnuðust hressir krakkar úr 4.bekk Langholtsskóla mættu til að marka upphaf hjólasöfnunar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og WOW Cyclothon. Skoppa og Skrítla létu sitt heldur ekki eftir liggja og mættu á svæðið með sína einstöku stemningu svo úr varð gríðarlega skemmtilegur viðburður. Skúli Mogesen forstjór WOW Air mætti á hjólinu og tók nokkra hringi með þessum eldhressu krökkum.

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children og WOW Cyclothon fer nú fram í annað skiptið en í fyrra tókst einstaklega vel til og urðu hátt í 300 nánast ný hjól til. Tekið er við öllum hjólum, hvort sem er biluðum eða gömlum görpum enda bíður hópur sjálfboðaliða þess að fá að gæða hjólin lífi. Nýtt líf hjólanna hefst svo fyrir alvöru þegar þau komast í hendur barna á Íslandi sem ekki eiga þess kost að eignast hjól sökum aðstæðna heima við, svo sem fjárhagslegra eða félagslegra.

Hjólasöfnunin er sumsé hafin og stendur til 8.júní næstkomandi. Þeir sem vilja láta gott af sér leiða með því að losa sig við gamla gripinn er bent á eftirfarandi stöðvar sem taka við hjólunum

 

  • Gámaþjónustan – Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík
  •  Hringrás – Klettagörðum í Reykjavík
  •  Sorpa – Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í Reykjavík

 

Frekari upplýsingar má nálgast inná fésbókarsíðum Barnaheilla – Save the Children og hjólasöfnunarinnar

www.facebook.com/BarnaheillSavetheChildrenIceland  www.facebook.com/hjolasofnun

 

 

Einnig er mikilvægt að benda áhugasömum á að þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar og hjálpa til við að koma hjólunum í stand, eru innilega beðnir um að hafa samband við thora@barnaheill.is eða einfaldlega hringja í síma 5535900

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here