H&M kynnir brúðarkjól á viðráðanlegu verði

Sænska verslunarkeðjan Hennes og Mauritz eða H&M hefur framleitt brúðkaupskjól sem kostar innan við 100 dollara. Fyrir íslenska aðdáendur H&M mun þessi kjóll kosta rúmlegar ellefu þúsund krónur, sem getur ekki talist mikið fyrir jafn glæsilegan brúðkaupskjól.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verslunarkeðjan framleiðir brúðkaupskjól, því árið 2006 þegar tískuhúsið Viktor&Rolf gerði fatalínu í samvinnu við H&M hönnuðu þeir einn brúðkaupskjól sem kostaði þó töluvert meira, eða í kringum fjörtíu þúsund krónur.

Þessi ódýri brúðkaupskjóll fer í sölu í lok mars mánaðarins en hann verður fáanlegur á netinu og einungis í völdum verslunum.

hm-wedding-dress--

SHARE