Holl og fljótleg hugmynd að hádegismat

Kannastu við að þurfa stundum bara eitthvað strax að borða? Þú finnur allt í einu að maginn er farinn að kvarta og þú ert ekki búin að hugsa út í hvað þú ætlar að borða!

Ohh hvað get ég fengið mér núna…

Ég kannast svo við þetta, þess vegna langaði mig að deila með þér fljótlegum hádegismat sem ég gríp stundum í þegar þetta gerist.

Hann er líka ódýr, einfaldur og fljótlegur! Akkurat það sem ég elska

https://www.youtube.com/watch?v=4SFxOzlBeNI&ps=docs

Þú getur einnig notað smá niðurskorna papriku eða kotasælu í staðinn fyrir hummusinn, ásamt því að bæta kryddi við sem þér þykir gott eins og paprikukryddi eða pipar.

Þetta eru bara tillögur af grænmeti og kryddi sem þú getur notað. Um að gera að leika sér með þetta og nota það sem þér finnst gott. Ef þú þolir illa mjólkurvörur þá mæli ég með að nota hummusinn í staðinn. Ég hvet þig hins vegar til þess að hafa avocadó-ið með því þá ertu að fá þessa góðu fitu sem er svo mettandi og góð.

Þetta er aðeins 1 af þeim uppskriftum sem ég mun deila með þér í þjálfuninni “Sterkari á 16” [SB1] sem er er opin fyrir skráningu núna, en hún er fyrir þá sem vilja styrkja sig og bæta þol á skömmum tíma, án þess að þurfa kort í ræktina

 

Láttu mig vita hvernig smakkast og segðu vinum þínum frá með því að deila á facebook

 

Heilsukveðja

Sara ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Stofnandi HiiTFiT.is

Vinna2 vegur farinn sharpen ofl2

 

SHARE