Hríðir eru ekki endilega eins og þú heldur að þær séu – 5 tröllasögur

 

Að öllum líkindum hefurðu heyrt eftirfarandi tröllasögur um hríðirnar og fæðinguna. Á síðunni sheknows var birtur listi yfir ýmsar tröllasögur sem konum eru sagðar um hríðir. Þegar við eigum von á barni virðist fólk ekki þreytast á því að segja okkur hvernig hlutirnir muni verða hjá okkur. Bæði fáum við að heyra hvað gerist eftir að barnið er komið í heiminn og eins hvernig fæðingin okkar verður. Það er líklega nánast ógerlegt að fæðing þín verði nákvæmlega eins og fæðing vinkonu þinnar og þetta er bara svo rosalega misjafnt. Hér er samt skemmtilegur listi yfir nokkur atriði tengda fæðingum.

1

Þú verður að flýta þér upp á spítala strax og hríðirnar byrja

Þegar samdrættirnir byrja fer allt úr skorðum, er það ekki? Það er nú ekki venjan. Hríðirnar geta staðið yfir marga klukkutíma. Fæðing er venjulega ekki eitthvert bráðatilfelli og ef allt er eðlilegt – sem þú væntanlega hefur rætt við lækni þinn eða ljósmóður- verða hríðirnar eins lengi eða skamma stund og þörf er svo að barnið geti litið dagsins ljós. Það gerist yfirleitt ekki á ljóshraða!    

 

Þú öskrar allan tímann sem þú ert með hríðir 

Þú öskrar bara ekki neitt! Allavega ekki allan tímann sem þú ert með hríðir.

Það getur vel verið að þú segir við maka þinn:  „Þetta er þér að kenna!“ en vonandi ekki oft meðan þú stendur í þessu. Þetta getur verið erfitt en milli hríða líður þér ekki endilega illa. Þú gætir jafnvel hlegið að sjálfri þér hvernig þú gast látið „þarna áðan“ þegar þér leið sem verst.

 

3

Ef þú missir vatnið verðurðu að þjóta upp á spítala 

Við skulum ganga frá þessar sögu í eitt skiptið fyrir öll.

Þú skalt heldur ekki vera með áhyggjur af því að þú getir kannski misst vatnið þegar þú ert úti í búð, á fundi einhvers staðar eða í bíó. Þetta getur komið fyrir en yfirleitt eru hríðir byrjaðar þegar konur missa vatnið. Þó að þú hafir misst vatnið er alveg óhætt að bíða heima þangað til samdrættirnir eru orðnir mjög harðir og standa lengi yfir. Þó er alltaf rétt að hafa samband við lækninn eða ljósmóðurina og leita ráða hjá þeim. 

4

Fæðing er alltaf neyðartilvik

Stundum er fæðing mjög erfið og getur verið upp á líf og dauða. En hríðir og fæðing eru í flestum tilvikum eðlilegt ferli og ekki hættulegt. Ef þú og barnið þitt eruð ekki veik meðan á undirbúningi fæðingar stendur mun líkami þitt taka sér þann tíma sem hann þarf til að skila barninu.    

                                                         5

Pabbinn hefur ekki hugmynd um hvað hann á að gera 

Pabbarnir eru alveg grænir og það líður yfir þá þegar þeir sjá blóð eða hvað annað sem líkaminn gefur frá sér meðan á fæðingunni stendur. Það getur vel verið að maðurinn þinn falli að þessari lýsingu, viti ekki neitt og sé hreint ekki hjálplegur en flestir pabbar standa sig bara MJÖG VEL. Sýndu smá sanngirni og mundu að hann er líka að öðlast nýja reynslu.

 

SHARE