Hrikalega einföld en dásamlega góð eplakaka

Eplakaka

4-5 epli
kanelsykur
Nóa súkkulaðirúsínur
salthnetur

Deig:

125gr sykur
125gr hveiti
125gr smjörlíki
Rjómi eða Kjörís

Afhýðið og sneiðið eplin og leggið í eldfast mót.
Stráið kanelsykri og súkkulaðirúsínum yfir.
Deig: Hnoðið öllu saman og myljið ofan á súkkulaðirúsínurnar,
saxið salthnetur og stráið yfir.
Bakið við 180°C í 30-40 mín.
Berið fram með þeyttum rjóma eða Kjörís.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here