
Margir hafa eflaust séð þættina á Netflix sem hafa verið mjög vinsælir seinustu vikurnar, Monster, The Ed Gein Story. Þættirnir fjalla, eins og nafnið gefur til kynna, um einn alræmdasta glæpamann Bandaríkjanna Ed Gein sem var kallaður The Butcher of Plainfield.

Edward Theodore Gein var fæddur árið 27. ágúst 1906 í Wisconsin í Bandaríkjunum og fæddist inn í einangraða fjölskyldu og átti erfiða æsku. Mamma hans, Augusta, var strangtrúuð, stjórnsöm og taldi heiminn spilltan — sérstaklega konur, sem hún lýsti sem „verkfærum djöfulsins.” Faðir hans, George, var drykkfelldur og ofbeldisfullur. Eldri bróðir Ed hét Henry en hann lést við dularfullar aðstæður. Fjölskyldan bjó á einangruðum bóndabæ í Plainfield í Wisconsin. Augusta bannaði Ed og Henry að umgangast aðra, og þeir ólust upp í nærri algerri félagslegri einangrun.

Augusta hafði gífurleg áhrif á Ed. Hún kenndi honum að kynlíf og konur væru syndug og að heimurinn væri fullur af illsku. Þegar hún dó árið 1945 brast eitthvað í Ed — hann varð einmana, ruglaður og byrjaði að þróa með sér sjúklega þrá til að endurlífga „móðurmyndina.”
Eftir dauða móður sinnar fór Ed að heimsækja grafreiti kvenna sem minntu hann á hana. Hann hóf að grafa upp lík og notaði líkamshluta til að búa til húsgögn, fatnað og gripi úr húð og beinum. Hann sagðist hafa notað líkama kvenna til að „verða eins og móðir sín.“
Ed viðurkenndi að hafa framið tvö morð, árið 1954 og 1957. Konurnar sem hann myrti hétu Mary Hogan sem var eigandi veitingastaðar í nágrenninu og Bernice Worden sem vann í verslun í nágrenninu. Líkami Bernice fannst við leit á heimili Ed og hafði verið hengt upp húð hennar notuð eins og dýraskinn.

Vinkona Ed, Adeline Watkins, sagðist hafa átt í vinasambandi við hann árum saman. Þau fóru saman í bíó, á bari en áttu ekki í ástarsambandi. Ed á að hafa beðið hennar á einhverjum tímapunkti en hún hafi hafnað því. Adeline er ekki talin hafa verið samsek eða að hún hafi vitað um nokkuð af þeim glæpum sem Ed framdi.
Ed Gein var ekki talinn sakhæfur því hann var augljóslega veikur á geði. Hann var líklega með geðklofa en hann heyrði raddir. Hann var vistaður á Central State Hospital for the Criminally Insane (síðar fluttur í Mendota Mental Health Institute). Í þáttunum er látið í það skína að Ed hafi hjálpað til við að ná Ted Bundy en það er ekki rétt.
Ed Gein játaði á sig morðin en sagðist ekki muna eftir þeim — hann lifði að miklu leyti í ímynduðum heimi. Hann lést úr krabbameini 26. júlí 1984.
Sjá einnig:
- 4 merki um að þú sért að borða of mikið af salti
- Djúphreinsun á baðherberginu þínu
- Stjörnuspá fyrir nóvember 2025
- Húðin þarf mikla næringu á þessum tíma árs
- 9 ástæður fyrir því að þú ættir að taka þér pásu frá klámáhorfi
- 7 setningar sem þú ættir aldrei að segja við maka þinn



















