Húðflúrari ofbeldismannsins Chris Brown stígur fram!

Húðflúrarinn sem gerði umtalaða húðflúrið á Chris Brown á dögunum hefur stigið fram. Peter Koskela, húðflúrari í LA er ekki sáttur með þá umfjöllun sem flúrið hans hefur fengið í fjölmiðlum. Hann segir ” Ég kann ekki við það þegar fólk mistúlkar það sem ég geri. Mér myndi ekki detta í hug að setja húðflúr af misnotkun kvenna á nokkurn mann”

Hann segist skilja að fólk hafi mistúlkað Húðflúrið ” Ég sá myndirnar og það getur vel verið að það hafi litið illa út í fyrstu en það tekur húðflúr 2 vikur að gróa almennilega á hálsinum sem er afar viðkvæmt svæði.”

SHARE