Hún drakk ekki annað en gos í 16 ár og fékk hjartsláttartruflanir

Vel getur verið að hjartavandamál og svimaköst þrjátíu og eins árs gamallar konu nokkurrar hafi tengst því, að hún hafði ekki drukkið annað en gos síðustu sextán árin.

Konan býr í Mónakó. Það leið yfir hana heima hjá sér og hún var flutt á sjúkrahús.  Í blóðrannsókn kom fram að kalsíumgildið var mjög lágt og þegar rafboð hjartans voru athuguð kom í ljós að hjartslátturinn var mjög óreglulegur og var hún greind með svokallað QT heilkenni sem getur valdið alvarlegum hjartsláttartruflunum. Þó að þetta heilkenni liggi oftast í ættum er ekki vitað til þess að svo sé í hennar tilviki. Konan greindi lækninum frá því að hún hefði einungis drukkið gos (kók) – aldrei vatnssopa- frá því  að hún var fimmtán ára. Sagðist hún hafa drukkið tvo lítra af kóki daglega. Konan var látin hætta að drekka kók og eftir viku var kalsíumgildið komið í lag og eins hjartslátturinn.

 

Þegar fólk drekkur mikið kók eða kaffi getur það ruglað vökvabúskap líkamans og hindrað kalsíumupptökuna.  Kalsíum hefur áhrif á starfsemi hjartans og sé skortur á kalsíum í líkamanum getur það valdið hjartsláttartruflunum.

Læknarnir rannsökuðu sex aðra sjúklinga sem allir voru með heilsufarsvandamál sem reyndust tengd mikilli kókdrykkju. Allir voru þessir einstaklingar með hjartsláttarstruflanir.

Dr. Naima Zarqane, læknir við Grace sjúkrahúsið í Monaco segir, að hjartalæknar þurfi að vera vakandi fyrir sambandinu  milli kókdrykkju og kalsíumskorts.  Þeir ættu alltaf að spyrja sjúklinga sína sem eru með hjartsláttartruflanir hvað og hve mikið þeir drekka.

Fólk sem drekkur mikið kók á líka á hættu að þyngjast sem er ekki gott fyrir hjartað.

Greint var frá máli þessa sjúklings og það rætt á fundi samtaka evrópskra hjartalækna sem haldinn var í Aþenu á Grikklandi  nú í vikunni.  Skýrsla um málið hefur ekki enn verið birt í læknatímaritum

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here