Hún elskar Instagram: Kvenlegir Kimono #KIMONO

Ég var sex ára gömul þegar ég sá Kimono í fyrsta sinn; djúprauðan að lit með voldugum vösum, en hann var í eigu móður minnar.

 

Ég gleymi andartakinu aldrei. Frá þeim degi hef ég verið hugfangin af hinum japanska Kimono sem á sér aldalanga hefð, en tískan gengur í endalausa hringi og þannig verða vestrænir kimono áberandi í sumartískunni í ár.

Litríkir, draumkenndir og seiðandi kvenlegir; kimonotískan er fyrir löngu orðin klassísk og snýr ávallt aftur. Kona sem á í eigu sinni vandaðan Kimono ætti því að fara vel með flíkina; sem er lífstíðareign og gott betur en það, hefur oftar en ekki gengið í arf meðal kynslóða. 

 

Á Wikipedia má finna þessa  frábæru mynd sem sýnir hvernig á að brjóta saman Kimono:

kimono wikipedia snagit

 

Þessa draumkenndu Kimono, sem sjá má í albúminu að neðan, bar fyrir augu mín þegar ég fletti upp #kimono á Instagram, en þú getur smellt á tenglana hér að neðan, ef þig langar að skapa þitt eigið Kimono ævintýri á samskiptamiðlinum: 

#kimono#kimonos#cardigankimono#vintagekimono

Hún er á Instagram: Smelltu á hnappinn

Instagram

 

SHARE